Danska landsliðið spilar sinn fyrsta leik í undankeppni evrópumóts landsliða þann 31. ágúst næstkomandi.
Þjálfari liðsins er Pieti Poikola sem stjórnaði Tindastól fyrri hluta síðasta tímabils áður en hann var látinn taka pokann sinn í október.
Pieti hefur þjálfað landslið Danmerkur frá 2013 með ágætum árangri. Nokkur breyting verður á þjálfaraliði hans en aðstoðarþjálfarar hans þurfa frá að hverfa vegna persónulegra aðstæðna
Danska landsliðið hefur ráðið annan íslandsvin honum til aðstoðar en það er Israel Martin. Martin þjálfaði einnig Tindastól tímabili 2014-2015 við frábæran orðstír.
Israel Martin var valin þjálfari ársins í íslensku deildinni það tímabil og þeirri dönsku eftir þetta tímabil. Hann þjálfar Bakken Bears í dönsku úrvalsdeildinni.
Það er því algjört skagafjarðaþema í danska landsliðinu og ekki ólíklegt að snúningur að hætti Geirmundar Valtýssonar verði í búningsklefa liðsins.
Danmörk mætir Þýskalandi í Kiel 31. ágúst sem verður fyrsti leikur þeirra Tindastóls bræðra með liðið.