spot_img

Hugi í Hauka

Hugi Hallgrímsson hefur skrifað undir samning við Subwaydeildarlið Hauka um að leika með liðinu næstu tvö árin. Þetta tilkynnti félagið á Facebook síðu sinni.

Hugi, sem er 21 árs framherji, kemur til Hauka eftir einn vetur í Angeline College í Texas vestanhafs, en hefur áður leikið með Vestra og Stjörnunni hér á landi.

Haukar duttu út í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar eftir oddaleik gegn Þórsurum.

Fréttir
- Auglýsing -