spot_img
HomeFréttirNýliðarnir sömdu við tvær landsliðskonur!

Nýliðarnir sömdu við tvær landsliðskonur!

Á sumrin er annasamt í Borgarnesi, þær annir hafa löngum tengst ferðalögum landans en í þetta skiptið hefur það að gera með nýliða kvennaliðs Skallagríms sem á næstu vertíð halda inn í sitt fyrsta úrvalsdeildartímabil. Nýliðar Skallagríms hafa gert gott mót á leikmannamarkaðnum síðustu daga og voru m.a. að semja við landsliðskonurnar Auði Írisi Ólafsdóttur og Jóhönnu Björk Sveinsdóttur sem báðar segja nú skilið við Hauka!

Miðherjinn Ragnheiður Benónýsdóttir samdi einnig við Skallagríms og segir því skilið við Valskonur og Hanna Þráinsdóttir úr Haukum sem var á venslum hjá Skallagrím á síðustu leiktíð hefur nú gert eins árs samning við félagið.

Þá hafa Sólrún Sæmundsdóttir, Guðrún Ósk Ámundadóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Arna Hrönn Ámundadóttir og Gunnfríður Ólafsdóttir einnig framlengt við klúbbinn.

„Þá leika þær saman í fyrsta sinn í úrvalsdeild systurnar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Guðrún Ósk Ámundadóttir og Arna Hrönn Ámundadóttir. Þær léku saman í einn mánuð í 1. deild kvenna áður en Sigrún gekk til liðs við Grindavík á síðasta tímabili,“ sagði Ámundi Sigurðsson formaður kvennaráðs Skallagríms í samtali við Karfan.is. Fyrr í sumar var gengið frá ráðningu Sigrúnar úr ranni Grindavíkur og þá er ljóst að Manuel Rodriguez verður áfram með liðið en hann stýrði Skallagrímskonum til sigurs í 1. deild kvenna á síðustu leiktíð.

Þá hefur Kristrún Sigurjónsdóttir einnig framlengt við Skallagrím en hún var einn af kjölfestuleikmönnum liðsins í 1. deildinni á síðustu leiktíð.

Efri mynd frá vinstri: Auður Íris Ólafsdóttir, Ragnheiður Benónýsdóttir og Hanna Þráinsdóttir.
Neðri mynd – efri röð frá vinstri: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Ragnheiður Benónýsdóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Hanna Þráinsdóttir og Melkorka Pétursdóttir sem æfir með liðinu í sumar en er líkast til á leið til Reykjavíkur í nám.
Neðri röð frá vinstri: Auður Íris Ólafsdóttir, Gunnfríður Ólafsdóttir, Guðrún Ósk Ámundadóttir, Arna Hrönn Ámundadóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir.
Á myndina vantar Jóhönnu Björk, Sólrúnu og Þórkötlu Þórarinsdóttur sem er meidd með slitin krossbönd en vonast er til að hún geti tekið slaginn með Skallagrím á nýja árinu.

Fréttir
- Auglýsing -