Bræðurnir Giannis (Milwaukee Bucks) og Thanasis Antetokounmpo (Westchester Knicks) eru báðir mættir aftur til heimalands síns, Grikklands, til þess að sinna herskyldu. Samkvæmt lögum í landinu eru allir borgarar sem búa erlendis skikkaðir til þess að vera að minnsta kosti þrjá mánuði í hernum. Samkvæmt heimildum gæti þó farið svo að þeir þyrftu ekki að uppfylla þessa skyldu að fullu vegna þess að þeir eru atvinnumenn í íþróttum erlendis, en þó það sé enn langt í næsta tímabil í NBA deildinni eru liðin að fara af stað með undirbúning sinn þessa dagana.
Hér sjáum við þá bræður mæta til starfa: