Íslenska U20 ára landslið karla er nú statt í Grikklandi þar sem liðið hefur lokið tveimur leikjum í B-deild Evrópukeppninnar. Í dag vannst frækinn sigur gegn Rússum 71-65 eftir naum og erfitt 73-70 tap gegn Hvít-Rússum í fyrsta leik síðastliðinn föstudag.
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson fór mikinn í liði Íslands með 32 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta en næstur honum var Kári Jónsson með 14 stig og 3 fráköst.
Okkar menn verða aftur á ferðinni þegar liðið mætir Eistlandi en Eistar töpuðu 49-61 gegn Rússlandi síðastliðinn föstudag.