Leikmaður Hauka Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur lagt skóna á hilluna samkvæmt heimildum Körfunnar.
Sigrún Sjöfn er að upplagi úr Skallagrím og er 34 ára gömul, en ásamt því að hafa leikið fyrir uppeldisfélag sitt og síðast Hauka var hún á mála hjá Fjölni, KR, Grindavík, Hamri, Norkopping í Svíþjóð og Olympique Sannois Saint-Gratien í Frakklandi á 19 ára löngum feril. Í sex skipti var hún í úrvalsliði efstu deildar á Íslandi, í fjögur skipti bikarmeistari og í tvígang vann hún Íslandsmeistaratitilinn, en hún er frákasta og leikjahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi.
Þá var hún einnig leikmaður íslenska landsliðsins í 11 ár, frá 2007 til 2018, en með því lék hún 53 leiki.
Samkvæmt heimildum mun Sigrún vera með barni og fari skórnir því á hilluna.