spot_img
HomeFréttirKemst Ísland aftur á EuroBasket?

Kemst Ísland aftur á EuroBasket?

 

Íslenska A landslið karla í körfubolta er nú komið saman aftur til þess að æfa fyrir undankeppni evrópumótsins. Lokamótið mun fara fram 31. ágúst til 17. september á næsta ári. Undankeppnin hefst 31. ágúst og er til 17. september þessa árs.

 

Riðlarnir í undankeppninni eru 7 og kemst efsta lið hvers þeirra sjálfkrafa á lokamótið ásamt 3 þeirra liða sem standa sig best af þeim liðim sem að enda í 2. sæti.

 

Í riðli með Íslandi í þetta skiptið eru lið Kýpur, Sviss og Belgíu. Fyrirfram kannski haldið að af þeim liðum eigi eftir að vera erfiðast fyrir Ísland að spila við Belgíu. Lið sem að hefur í síðustu 3 skipti náð að komast upp úr undankeppninni og á lokamótið. Það lið einnig heilum 7 sætum fyrir ofan það íslenska á stykleikalista FIBA yfir sterkustu þjóðir Evrópu (þar er Ísland í 27. sæti) 

 

Hin liðin svo sýnd veiði en langt frá því að vera gefin. Kýpur ætti Ísland kannski frekar að sigra, þó er ekki vitað mikið um það lið þar sem að landslið þeirra hefur verið í fríi síðan sumarið 2012. Sviss á að vera betra lið, en það lið átti góðu gengi að fagna á fyrstu árum þessarar keppni. Komust í 20 ár samfleytt á lokamótið, frá 1935-1955. Hafa hinsvegar ekki komist síðustu ár. Voru á svipuðum slóðum og Ísland allt þangað til okkar drengir, eins og frægt er orðið, gerðu betur og fóru á lokamót keppninnar síðasta haust. 

 

Einhver spurningamerki hafa líka verið með hvaða leikmönnum hið svissneska lið geti teflt fram. Því með ríkisfang og reynslu með liðinu eru tveir frambærilegir NBA leikmenn í þeim Thabo Sefolosha (Atlanta Hawks) og Clint Capela (Houston Rockets) Ólíklegt þykir (sökum tryggingamála) þó að þeir verði (líkt og fleiri NBA leikmenn) með í þessari undankeppni, þannig að líklega er ekkert að óttast varðandi það.

 

Fyrsti leikur liðsins er einmitt gegn Sviss, á heimavelli, þann 31. ágúst næstkomandi. Miðasala á þann leik, sem og hina heimaleiki liðsins (gegn Kýpur og Belgíu) er hafin og hvetjum við fólk eindregið til þess að verða sér úti um miða sem fyrst, því síðast komust færri að en vildu.

 

Hérna kaupir þú miða á leikina

 

Dagskrá leikja liðsins er hægt að nálgast hér 

 

Ísland kallaði saman 41 leikmann á dögunum og er undirbúningur liðsins kominn vel af stað. Karfan kíkti við á æfingu hjá þeim í DHL höllinni í gær, tók nokkrar myndir og ræddi við bæði þjálfara og nokkra leikmenn liðsins.

 

Hérna er meira um undankeppnina

 

Myndasafn (Axel Finnur)

 

Viðtöl:

 

Fréttir
- Auglýsing -