Samkvæmt þjálfara Íslands þykir ólíklegt að NBA leikmennirnir Thabo Sefolosha (Atlanta Hawks) og Clint Capela (Houston Rockets) verði með svissneska landsliðinu í undankeppni evrópumótsins sem hefst nú í lok ágúst. Almennt virðist vera allur gangur á því hvort að þeir leikmenn sem leika í NBA deildinni taki þátt í þessu móti. Tímabilið, eins og kannski flestir vita, getur verið bæði langt og strangt þar og því kannski erfitt fyrir leikmenn að komast í þann takt sem þeir vilja vera með sínum liðum þar sem að undankeppnin er rúmur hálfur mánuður og fer fram á sama tíma og undirbúningstímabilið. Einnig hefur það verið nefnt að í einhverjum tilvikum geti það reynst of dýrt að tryggja þessa dýru leikmenn með landsliðum sínum.
Margir þessara leikmanna verða þó með í undankeppninni, Jusuf Nurkic (Denver Nuggets / Bosnía), Mirza Teletovic (Milwaukee Bucks / Bosnía), Timofey Mozgov (Los Angeles Lakers / Rússland), Goran Dragic (Miami Heat / Slóvenía) svo einhverjir séu nefndir.
Dennis Schroder (Atlanta Hawks / Þýskaland) átti einnig að spila með þeim þýsku, allt þangað til í gær, en vegna þess að lið Hawks hefur nú ákveðið að treysta á hann sem aðal leikstjórnanda liðsins (sendu Jeff Teague til Indiana) á næsta tímabili, vill hann ekki missa af einni einustu æfingu með þeim þetta undirbúningstímabilið.
Hérna er meira um undankeppnina