spot_img
HomeFréttirTindastóll hreppir Austin M. Bracy

Tindastóll hreppir Austin M. Bracy

Sauðkrækingar hafa tryggt sér þjónustu Austin M. Bracy fyrir næsta tímabil en hann kemur frá Snæfell. Bracy hefur spilað á Íslandi frá 2012 og er íslenskur ríkisborgari.

 

Áður hafði Bracy leikið með Val og Hetti ásamt Snæfell en hefur nú ákveðið að taka slaginn með Tindastól í Dominos deild karla.

 

Tindastóll endaði í 6. sæti deildarinnar í fyrra og hefur einnig bætt við sig Björgvin Hafþór Ríkharðssyni frá ÍR og Chris Caird frá FSU. Þá hefur liðið misst þá Darrell Flake, Darrel Lewis og Ingva Rafn frá liðinu og því nokkrar breytingar.

 

Bracy kemur frá Snæfell en þetta er enn einn leikmaður sem liðið missir í sumar en áður höfðu þeir Sigurður Þorvaldsson og Stefán Karel yfirgefið liðið.

 

Auk þess var tilkynnt í vikunni að Óli Ragnar Alexanderson myndi ekki leika með liðinu á næsta tímabili. Gríðarlega breytingar eru því framundan í Stykkishólmi en liðið hefur tryggt sér krafta yngri leikmanna.

 

Í tilkynningu frá Tindastól segir orðrétt:

 

“Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur komist að samkomulagi við Austin M. Bracy um að hann leiki með félaginu á komandi leiktíð. Austin hefur síðustu tvær leiktíðar leikið með Snæfell í Domino's deildinni og verið lykilmaður í liðinu. Austin á rætur sínar að rekja til Íslands og er með íslenskt ríkisfang. Á síðustu leiktíð spilaði Austin alla leikina hjá Snæfell og var að skora í þeim að meðaltali 16.3 stig. Bjóðum við Austin hjartanlega velkominn í Skagafjörðinn. “

 

Frétt / Ólafur Þór Jónsson

Fréttir
- Auglýsing -