spot_img
HomeFréttir10 Bestu

10 Bestu

 

 

Eins og flestir vita þá er leikmannamarkaður Dominos deildarinnar galopinn þessa dagana. Liðin eru í óðaönn að móta hópa sína fyrir næsta tímabil og virðist vera komin nokkuð skýr mynd á nokkur liðanna. Að sjálfsögðu þó einhverjir leikmenn ennþá með lausa samninga og því á kannski enn mikið eftir að gerast. 

 

Hér að neðan eru þó þeir 10 samningar sem að okkur þykja bestir fyrir liðin/leikmennina af þeim sem komnir eru.

 

Hérna eru 10 Bestu í Domino´s deild karla

 

Það skal tekið fram að hér eigum við aðeins um þá leikmenn sem skipt hafa um lið. Listinn er einnig ekki í neinni sérstakri röð.

 

 

Elfa Falsdóttir 

Frá: Keflavík

Til: Vals

Elfa er efnilegur bakvörður úr Keflavík. Byrjaði þar að spila með meistaraflokki fyrir tveimur árum. Tækifærin kannski af skornum skammti fyrir hana þau tímabil sem að hún var þar. Var að spila um 14 mínútur að meðaltali í leik í fyrra. Valur er með gott lið og því ekkert gefið að þau eigi eftir að aukast. Við höldum samt að Elfa, sem hefur verið hluti (er nú úti með 18 ára landsliðinu) af öllum yngri landsliðum Íslands hingað til, eigi eftir að reynast Val vel.

 

 

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 

Frá: Breiðablik

Til: Vals

Annar tveggja leikmanna sem Valur náði á dögunum í úr 18 ára landsliðinu (Elfa er hin) Elín er uppalinn Bliki og spilaði með þeim í 1. deildinni í fyrra. Skilaði þar 12 stigum og 7 fráköstum að meðaltali í leik. Framherji sem á framtíðina fyrir sér.

 

 

Erna Hákonardóttir 

Frá: Snæfell

Til: Keflavíkur

Erna er uppalin í Keflavík þó henni hafi aldrei tekist að spila leik í meistaraflokk fyrir þær. Fór ung að árum yfir lækinn til Njarðvíkur, þar sem hún svo spilaði, bæði í úrvalsdeild (meistari með þeim 2012) og í þeirri 1., frá 2011 til 2015. Skoraði 18 stig að meðaltali (40% fyrir utan þriggja stiga línuna) síðasta tímabil sitt hjá Njarðvík. Skipti svo yfir í Snæfell fyrir síðasta tímabil þar sem að hún vann annan titil, en átti persónulega kannski frekar tíðindalítið tímabil. 

 

 

Bríet Sif Hinriksdóttir 

Frá: Keflavík

Til: Stjörnunnar

Annar ungur bakvörður sem að fer úr Keflavík. Hefur verið með meistaraflokk þar síðan árið 2012. Var að spila um 10 mínútur að meðaltali í leik í fyrra. Ætti að fá tækifæri og standa sig með Stjörnunni í vetur.

 

 

Auður Íris Ólafsdóttir 

Frá: Haukum

Til: Skallagríms

Byrjunarliðsleikmaður deildar og bikarmeistara Hauka. Var í fyrsta sinn valin í A landsliðið fyrir Smáþjóðaleikana í fyrra. Mjög fær leikstjórnandi sem á líklega eftir að gera góða hluti með efnilegu liði nýliða Skallagríms.

 

 

Jóhanna Björk Sveinsdóttir 

Frá: Haukum

Til: Skallagríms

Annar leikmaður deildar og bikarmeistara Hauka sem að skiptir yfir í Skallagrím fyrir næsta tímabil. Hefur spilað í efstu deild frá árinu 2009. Einstaklega kraftmikill leikmaður. Var valin dugnaðarforkur tímabilsins árið 2015. Hefur einnig leikið með íslenska A landsliðinu.

 

 

Ragnheiður Benónísdóttir

Frá: Val

Til: Skallagríms

Miðherji sem að skilaði af sér flottu tímabili með góðu liði Vals í fyrra. Var þar með 5 stig og 7 fráköst að meðaltali í leik. Leikmaður sem að er alltaf líklegur í tvennuna (stig/fráköst)

 

 

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 

Frá: Grindavík

Til: Skallagríms

Sigrún Sjöfn mætir aftur á heimaslóðir til þess að leika, í fyrsta skipti, með liðinu í efstu deild. Hefur spilað yfir 40 landsleiki, sem og sem atvinnumaður erlendis. Gífurlegir hæfileikar og reynsla sem að Skallagrímur nælir sér í með henni. Var með 12 stig, 9 fráköst og 3 stoðsendingar að meðaltali í leik í fyrra fyrir Grindavík.

 

 

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 

Frá: Hamar

Til: Keflavíkur

Annar tveggja leikmanna (hin er Erna) sem að þjálfari Keflavíkur, Sverrir Þór Sverrisson, gerir samning við, sem að unnu með honum titil í Njarðvík 2012. Salbjörg er hæfileikaríkur miðherji sem að var í fyrsta skipti valin í A landsliðið í febrúar á þessu ári. Var næstum með tvennu að meðaltali í leik í fyrra, 9 stig og 8 fráköst.

 

 

Hanna Þráinsdóttir 

Frá: Haukum

Til: Skallagríms

Hanna var hluti af því liði sem að kom Skallagrím upp í efstu deild í fyrra. Var þar á venslasamning frá Haukum. Spilaði þar mikilvægt hlutverk líka. Um 26 mínútur að meðaltali í leik. Nú hefur Skallagrímur verið hvað duglegast liða á leikmannamarkaði sumarsins, því kannski ekki ljóst hverjir spili hvaða hlutverk með liðinu í vetur, en við höldum að Hanna, sem er enn bara 18 ára, eigi eftir að halda áfram að skila þar mikilvægu hlutverki.

Fréttir
- Auglýsing -