spot_img
HomeFréttirTap gegn Grikklandi í háspennuleik

Tap gegn Grikklandi í háspennuleik

Íslensku stelpurnar í U18 landsliði Ísland tapaði rétt í þessu gegn Grikklandi í undanúrslitum B-deildar evrópumótsins sem fram fer í Bosníu.

 

Ísland mætti frábærlega til leiks og vann fyrsta leikhlutann 19-11 en fylgdi því ekki nægilega vel eftir og var staðan í hálfleik 29-28 Íslandi í vil.

 

Jafnt var á nánast öllum tölum og var staðan hnífjöfn fyrir loka fjórðunginn og spennan gjörsamlega óbærileg. Það breyttist ekki í síðasta leikhluta þar sem liðin skiptust á að hafa foyrstuna og fátt virtist geta skilið liðin í sundur. 

 

Á síðustu mínútu leiksins náði Grikkland að setja fimm stig í einu og ná þannig forystu án þess að Ísland næði að svara og þrátt fyrir frábæra þriggja stiga körfu frá Björk Gunnarsdóttir undir lok leiksins komst Ísland ekki nær og fjögurra stiga sigur Grikklands staðreynd.

 

Loka staðan var 61-65 en Sylvía Rún Hálfdánardóttir var atkvæðamest hjá Íslandi með 20 stig og 14 fráköst. Þá var Thelma Dís Ágústsdóttir með 11 stig og 7 fráköst en frammistaða liðsins í heild var fín og vantaði einungis örlítið uppá til að ná sigri gegn sterku grísku liði.

 

Tapið þýðir að íslenska liðið fer ekki í úrslitaleikinn á mótinu að þessu sinni en spilar á morgun (31. júlí) um þriðja sætið á mótinu við Bosníu kl 16:45. Sigur þýðir að Íslenska liðið fer í A-deild evrópumótsins að ári í fyrsta skipti í sögunni. 

 

Ísland var einmitt með gestgjöfunum í riðli og tapaði fyrir þeim með 17 stigum fyrr í mótinu og hefur því harma að hefna. Hvað sem verður er árangur liðsins frábær.

 

Tölfræði leiksins

 

Frétt / Ólafur Þór Jónsson

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -