spot_img
HomeFréttirSigur gegn Danmörku

Sigur gegn Danmörku

Ísland hafði sigur á Danmörku í morgun þegar liðin mættust í B-deild evrópumótsins U18 landsliða karla sem fram fer í Makedóníu. 

 

Íslenska liðið byrjaði vel og komst strax í 10-4 en við það kveiknaði hressilega á dönsku piltunum sem skoruðu næstu 12 stig og komnir skyndilega yfir. Ísland sýndi gríðarlegan styrk og karakter að minnka muninn strax og fóru með forystu úr fyrsta fjórðung.

 

Danir voru undir í hálfleik en frábær þriðji fjórðungur kom þeim inní leikinn og voru þeir með eins stigs forystu þegar loka fjórðungurinn hófst. 

 

Íslenska vörnin sagði þá hingað og ekki lengra. Danmörk var einungis með níu stig allan fjórða leikhluta og Ísland vann  góðan fimm stiga sigur 73-68. 

 

Stigin skiptust vel á milli manna og eftirtektarvert að engin leikmaður liðsins stendur útúr tölfræði leiksins. Stigahæstur var þó Eyjólfur Halldórsson með 17 stig en Snjólfur Stefánsson var einnig sterkur með 8 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. 

 

Með sigri tyllti Ísland sér á topp riðilsins í bili að minnsta kosti og mætir Eistlandi á morgun kl 19:00 en leikurinn gæti orðið þýðingarmikill um hvort liðið komist uppúr riðlinum í átta liða úrslit. 

 

Tölfræði leiksins

 

 

Frétt / Ólafur Þór Jónsson

Fréttir
- Auglýsing -