spot_img
HomeFréttirPau Gasol fjórði stigahæsti leikmaður sögunnar

Pau Gasol fjórði stigahæsti leikmaður sögunnar

 

Það má vera að Spánn hafi tapað fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Ríó í gær gegn Króatíu. Það má meira að segja vera að það hafi verið Pau Gasol sem að hafi látið verja frá sér mikilvægt skot á lokametrum leiksins. Það breytir því þó ekki að í leiknum náði Pau Gasol að komast uppfyrir fyrrum leikmann Sóvíetríkjanna, Sergey Belov, í fjórða sætið yfir stigahæstu leikmenn Ólympíuleikanna frá upphafi.

 

Með þeim 26 stigum sem að hann skoraði í gær er hann nú kominn í 493 stig í heildina og verður það að teljast líklegt að hann nái einnig að taka þriðja sætið af Vlamir Marques (Brasilía – 537 stig) á þessum leikum. Ólíklegt hlýtur þó að teljast að hann nái Andrew Gaze (Ástralía – 789 stig) í öðru sætinu og líklega verður langt þangað til nokkur nær Oscar Schmidt (Brasilía – 1008) í fyrsta sætinu.

 

Hérna er topp 10 listinn:

  1. Oscar Schmidt – 1008 points
  2. Andrew Gaze – 789 points
  3. Vlamir Marques – 537 points
  4. Pau Gasol – 493 points
  5. Sergey Belov – 475 points
  6. Drazen Dalipagic – 461 points
  7. Drazen Petrovic – 461 points
  8. Ruperto Herrera – 440 points
  9. Luis Scola – 436 points
  10. Manu Ginobili – 433 points
Fréttir
- Auglýsing -