Þrír leikir fóru fram í gær á Ólympíuleikunum karlamegin í körfubolta þar sem Bandaríkjamenn unnu annan risavaxinn sigur í röð á mótinu þegar Venesúela fékk að krjúpa gegn stjörnunum 113-69.
Ástralir lögðu Serba örugglega 95-80 og Frakkar höfðu stóran 88-60 sigur gegn Kínverjum.
Paul George gerði 20 stig og tók 4 fráköst fyrir Bandaríkjamenn en Gregory Echenique gerði 18 stig og tók 7 fráköst í liði Venesúela. Matthew Delladova gerði 23 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Ástrali gegn Serbíu en Miroslav Raduljica gerði 25 stig fyrir sína menn.
Staðan í riðlakeppni karla eftir 3 leikdaga
Mynd/ Fiba.com-Paul George smellir niður 2 af 20 stigum sínum gegn Venesúela í gær.