spot_img
HomeFréttirÁstralinn Kyrie Irving

Ástralinn Kyrie Irving

Stór leikur er í kvöld á milli Bandaríkjanna og Ástralíu á Ólympíuleikunum í Ríó. Einn af leikmönnum stjörnuprýdds liðs Bandaríkjanna, Kyrie Irving, fæddist einmitt í Ástralíu og sagðist hafa íhugað það að spila fyrir þá þegar að leikarnir voru síðast haldnir, í London 2012. Því þrátt fyrir að hafa verið aðeins tveggja ára gamall þegar að fjölskylda hans fluttist til Bandaríkjanna, segist hann vera Ástrali inn við beinið.

 

Áströlum, líkt og Bandaríkjunum hefur gengið vel á leikunum til þessa. Bæði lið eru taplaus og sitja því saman á toppi B riðils.

 

Leikurinn hefst klukkan 22:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -