spot_img
HomeFréttirLitháen enn ósigraðir - Loksins vann Spánn

Litháen enn ósigraðir – Loksins vann Spánn

B-riðill Ólympíuleikanna hélt áfram í gær þegar þrír leikir fóru fram. Spútniklið leikanna til þessa, Króatía vann frábæran sigur á heimamönnum í Brasilíu 80-76 þar sem Bojan Bogdanovic átti stórkostlegan leik. Hann endaði með 33 stig og sex fráköst en Marcelinho var með 10  stig og níu fráköst.

 

Spánn sem var fyrir gærdaginn enn að leita af sínum fyrsta sigri vann Nígeríu í hörkuleik þar sem Nígería var með yfirhöndina að loknum fyrsta leikhluta. 

 

Pau Gasol var stigahæstur með 16 stig en Felipe Reyes var einnig sterkur. Chamberlain Oguchi var bestur hja Nígeríu með 24 stig. 

 

Stórleikur Litháen og Argentínu fór svo fram í nótt og vann Litháen góðan sigur og eru enn taplausir á mótinu. Mindaugas Kuzminskas fyrrum liðsfélagi Jón Arnórs hjá Malaga var stigahæstur litháa með 23 stig.

 

Leikið verður í A-riðli í dag og eru línur farnar að skírast. Kína mætir Ástralíu kl 17:15 og er leikurinn mikilvægur fyrir bæði lið. Bandaríkin mæta Serbíu kl 22:00 og í síðasta leik dagsins eru það frakkar og Venasúela sem mætast kl 01:30. 

 

Hvíta Rússland og Tyrkland mættust í kvennaflokki þar sem Tyrkland vann þriggja stiga sigur í spennuleik. Frakkar ætla sér stóra hluti á mótinu og unnu heimakonur frá Brasilíu 74-64. 

 

Ástralía vann svo ævintýralegan sigur á Japan þar sem liðið var 12 stigum undir fyrir fjórða leikhluta. Frábær fjórði leikhluti skóp góðan sex stiga sigur 86-92. 

 

Í kvennaflokki eru tveir leikir í dag, Serbía mætir Kína og nágrannaslagur Kanada og Bandaríkin mætast í stórleik. 

 

 

 

Mynd/ FIBA 

 

Fréttir
- Auglýsing -