spot_img
HomeFréttir9 stiga tap fyrir heimamönnum í Austurríki

9 stiga tap fyrir heimamönnum í Austurríki

 

A landslið karla tapaði fyrr í kvöld, 70-79, fyrir heimamönnum í Austurríki, en liðið leikur þessa dagana á fjögurra þjóða æfingamóti þar ytra. Í gær beið liðið lægri hlut fyrir Póllandi og er tapið því það annað í röð á jafn mörgum dögum. 

 

Samkvæmt vef KKÍ var, líkt og í leiknum í gær, mikið jákvætt sem og eitthvað neikvætt sem taka mætti frá leik dagsins, en að sjálfsögðu er stefna liðsins að vera á réttu róli þegar að undankeppni EuroBasket hefst þann 31. þessa mánaðar gegn Sviss.

 

Atkvæðamestur hjá Íslandi var Haukur Helgi Pálsson með 14 stig, en í leiknum komust allir leikmenn liðsins á blað.

 

Ungstirnið Tryggvi Snær Hlinason lék sinn fyrsta leik fyrir hönd Íslands og átti fína spretti, skoraði 2 stig og varði 2 skot á þeim 11 mínútum sem hann var á vellinum.

 

Næst leikur íslenska liðið á móti Slóveníu á morgun kl. 14:00. Hægt verður að horfa á hann hér.

 

Ítarlegri upplýsingar um leikinn eru hér.

Fréttir
- Auglýsing -