A landslið karla leikur loka leik sinn á fjögurra þjóða móti í dag þegra liðið mætir Slóveníu klukkan 14 að íslenskum tíma. Leikið er eins og áður í Multiversum Schwechat-höllinni í Austurríki.
Slóvenar hafa unnið báða leiki sína í mótinu hingað til og eru sterkir, t.d. eru Dragic bræðurnir báðir með þeim.
Þeir Ragnar Nathanelsson og Sigurður Þorsteinsson eru utan hóps í dag og hann er því skipaður eftirfarandi leikmönnum:
# Nafn · Leikstaða · Fæðingarár · Hæð · Félagslið · Landsleikir
4 Axel Kárason PF 1983 192 cm Svendborg Rabbits (DEN) · 51
6 Haukur Helgi Pálsson F 1992 198 cm Rouen Metropole Basket (FRA) · 42
8 Hlynur Baeringsson C 1982 200 cm Sundsvall Dragons (SWE) · 96
9 Jón Arnór Stefánsson SG 1982 196 cm Valencia (ESP) · 83
10 Ægir Þór Steinarsson PG 1991 182 cm San Pablo Inmobiliaria (ESP) · 34
11 Kristófer Acox PF 1993 196 cm Furman University (USA) · 5
12 Elvar Már Friðriksson PG 1994 182 cm Barry University (USA) · 12
13 Hörður Axel Vilhjálmsson PG 1988 194 cm Rythmos BC (GRE) · 50
14 Logi Gunnarsson SG 1981 192 cm Njarðvik (ISL) · 123
15 Martin Hermannsson PG 1994 194 cm Étoile de Charleville-Mézéres (FRA) · 37
34 Tryggvi Snær Hlinason C 1997 215 cm Þór Akureyri (ISL) · 1
88 Brynjar Þor Björnsson SG 1988 192 cm KR (ISL) · 48
Hægt er að horfa á leikinn á www.laola1.tv en eins og áður bjóða austurríkismennirnir ekki upp á lifandi tölfræði.
Mynd/ RBG – Gunnar Einarsson sér til þess að menn séu í réttu formi. Arnar Guðjónsson og Craig Pedersen ræða saman og Sigmundur Már Herbertsson dómari fylgist grannt með gangi mála í Austurríki.