spot_img
HomeFréttirSerbía mætir Bandaríkjunum í leik um gullið

Serbía mætir Bandaríkjunum í leik um gullið

 

Undanúrslit fóru fram á Ólympíuleikunum í Ríó í gær. Þar mættust fyrst Bandaríkin og Spánn og síðan Ástralía og Serbía. Hvorugur leikurinn var neitt sérstaklega jafn eða spennandi. Bandaríkin virtust hafa öll völd á leiknum gegn Spáni, þó svo að leikurinn hafi endað með aðeins 6 stiga sigri þeirra. Í seinni leiknum gjörsamlega rústaði Serbía Ástralíu. Nokkuð óvænt verður að segjast, þar sem að Ástralía hafði leikið einkar vel á mótinu til þessa. Munurinn að lokum 26 stig Serbíu í vil, en hefði hæglega getað verið meiri.

 

Úrslit gærdagsins:

Bandaríkin 82 – 76 Spánn

Ástralía 61 – 87 Serbía

 

Það verða því Serbía og Bandaríkin sem spila um gullið á morgun eftir að Spánn og Ástralía hafa spilað leik um 3. sætið:

Bandaríkin gegn Serbíu kl. 18:45

Spánn gegn Ástralíu kl. 14:30

 

Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og verður hægt að fylgjast með lifandi tölfræði hér.

Fréttir
- Auglýsing -