spot_img
HomeFréttirÍsland í 21. sæti á Evrópumótinu

Ísland í 21. sæti á Evrópumótinu

 

Undir 16 ára lið Íslands sigraði Austurríki, 87-67, á Evrópumótinu í Búlgaríu. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur í umspili um sæti 21 á mótinu.

 

Ísland byrjaði leikinn í dag af krafti. Eftir fyrsta leikhluta leiddu þeir með 25 stigum gegn 19. Þegar að það var kominn hálfleikur höfðu þeir svo enn bætt við forystu sína, 43-31. Í seinni hálfleiknum héldu þeir þessari spilamennsku svo áfram. Sigra þriðja leikhlutann með 2 stigum (25-27) og munurinn þá kominn í 14 stig, 70-56. Leikinn unnu þeir svo að lokum með 20 stigum, 87-67.

 

Atkvæðamestur í liði Íslands var Sigvaldi Eggertsson, en hann skoraði 24 stig, tók 6 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 4 boltum í leiknum.

 

Íslenska liðið lauk þar með keppni á Evrópumóti þessa árs í sæti nr. 21.

 

Tölfræði leiks

Hérna er meira um mótið

Fréttir
- Auglýsing -