Ragnar Nathanaelsson er mættur til Spánar þar sem hann mun leika með Caceres á næsta tímabili.
Eins og hans er von og vísa er hann strax búin að vekja athygli og tísti félagið mynd af honum nýlenntum með orðunum þar sem hann er meðal annars kallaður þeirra eigið fjall.
Ragnar var með 13 stig og 11,9 fráköst að meðaltali í 26 leikjum með Þór Þorlákshöfn á síðasta tímabili og var valinn í lið ársins.
Hann reynir því nú fyrir sér í atvinnumennskunni en hann var á samning hjá Sundsvall Dragons árið 2013 auk þess sem hann reyndi fyrir sér hjá NBA liði Dallas Mavericks fyrr í sumar.
Caceres er í B-deildinni á Spáni og þjálfari liðsins er Nete Bohigas.
Nuestra nueva "montaña" @RaggiNaT con el Santuario de la V de la Montaña, nuestra Patrona, al fondo #LaDécimaIlusión pic.twitter.com/KiBxkXnfN2
— CacerEsBasket (@Caceres_Basket) August 30, 2016