spot_img
HomeFréttirHlynur Bæringsson mun spila með Stjörnunni á næsta tímabili

Hlynur Bæringsson mun spila með Stjörnunni á næsta tímabili

Hlynur Bæringsson hefur náð samkomulagi við Stjörnuna  um að leika með liðinu á næsta tímabili. Þetta staðfesti Hrafn Kristjánsson þjálfari liðsins við Karfan.is rétt í þessu.

 

Stjarnan hefur kallað til blaðamannafundar í kvöld á Mathúsi Garðarbæjar en Hlynur heldur ásamt landsliðinu til Kýpur í nótt.

 

 

Hlynur var með 13,8 stig og 9,5 fráköst að meðaltali í leik í 40 leikjum fyrir Sundsvall á síðustu leiktíð. Hann var fimmti í deildinni í fráköstum og var meðal annars valinn í All-Bosman liðið í sænsku deildinni á tímabilinu á undan.

 

Sundsvall Dragon varð gjaldþrota í vor og var þá ljóst að Hlynur myndi leita á önnur mið en lengi var talið að hann myndi leika áfram erlendis en síðustu daga hefur það heyrst að Hlynur væri á leið til Íslands að spila.

 

Stjarnan hafði áður fengið Eystein Bjarna Ævarsson frá Hetti og Daða Lár Jónsson en Hlynur er gríðarlega sterk viðbót í Garðabæinn.

 

Fréttir
- Auglýsing -