Íslenska landsliðið etur kappi við Kýpur í undankeppni evrópumótsins á laugardag í Nicosia. Leikurinn er annar leikur Íslands á mótinu og gæti reynst griðarlega mikilvægur.
Fyrsta æfing landsliðsins fór fram í Eleftheria höllinni í dag. Allir leikmenn tóku þátt í æfingunni en ekki hefur verið tilkynnt hvaða 12 leikmenn verði á skýrsli í leiknum. Þeir Sigurður Þorsteinsson og Ólafur Ólafsson sátu hjá á móti Sviss.
Karfan.is var á staðnum og tók nokkrar myndir af æfingunni en góður andi var í liðinu og bjartsýni yfir.