Keflavík varð um helgina Íslandsmeistari ungmennaflokks kvenna eftir sigur í úrslitaleik á sameinuðu liði Vals og KR, 66-69. Leikurinn var jafn mest allan tímann og skium sínum ptust liðin átta sinnum á forystunni. Keflavík hafði svo betur þegar upp var staðið. Erna Ósk Snorradóttir var valin maður leiksins, en hún skilaði 21 stigi og 4 fráköstum.
Hér fyrir ofan má sjá mynd af nýkrýndum Íslandsmeisturunum ásamt þjálfurum sínum Lidia Mirchandani Villar og Jóni Halldóri Eðvaldssyni.
Mynd / KKÍ