Ísland vann frábæran útisigur á Kýpur 75-64 í undankeppni evrópumótsins. Kýpur var sterkari aðilinn framan af framan af fyrri hálfleik og leiddi í hálfleik 32-31.
Flottur seinni hálfleikur og þá sérstaklega fjórði þar sem Kýpverjar voru algjörlega sprungnir. Ísland hafði á endanum ellefu stiga sigur 75-64 og fögnuðurinn var mikill.
Hjá Ísland var Martin Hermannsson stigahæstur með 21 stig og 6 fráköst. Haukur Helgi Pálsson var með 19 stig og Hlynur Bæringsson með 15 stig og 10 fráköst.
Sigurinn þýðir að Ísland er með fullt hús stiga eftir tvo leiki og sterka sigra á Sviss og Kýpur. Kýpverjar er sterkt körfuboltalið og því frábær sigur.
Framundan er leikur gegn Belgíu í Antwerpen á miðvikudag en fyrirfram var talið að Belgía væri sterkasta liðið í riðlinum.