spot_img
HomeFréttirFullt hús stiga og sjálfstraustið í botni

Fullt hús stiga og sjálfstraustið í botni

Ísland vann frábæran útisigur á Kýpur 75-64 í undankeppni evrópumótsins. Kýpur var sterkari aðilinn framan af framan af fyrri hálfleik og leiddi í hálfleik 32-31.

 

Flottur seinni hálfleikur og þá sérstaklega fjórði þar sem Kýpverjar voru algjörlega sprungnir. Ísland hafði á endanum ellefu stiga sigur 75-64 og fögnuðurinn var mikill.

 

Hjá Ísland var Martin Hermannsson stigahæstur með 21 stig og 6 fráköst. Haukur Helgi Pálsson var með 19 stig og Hlynur Bæringsson með 15 stig og 10 fráköst.

 

 

Þáttaskil:

Um miðbik þriðja leikhluta náði Ísland góðu áhlaupi og kom muninum uppí átta stig Íslandi í vil sem var mesti munur liðanna að þeim tímapunkti. Leikmenn Kýpur urðu pirraðir og reyndu hvað þeir gátu til að láta íslendingana missa hausinn en ekkert gekk. Martin Hermannsson átti frábæran þriðja leikhluta og á því stóran part af þessu.
 

Tölfræðin lýgur ekki:

Sóknarfráköst hafa alls ekki verið sterkasta hlið íslenska liðsins síðustu árin. Í þessum leik höfðu þeir hinsvegar betur í frákasta baráttunni og tóku 11 sóknarfráköst gegn 7 hjá Kýpur. Kýpur spilaði ekki mikið eins og lið í dag en það sýnir sig best á því að liðið skilaði 9 stoðsendingum í öllum leiknum.

 

Helst ógn Kýpur átti að vera undir körfunni í leikmanni að nafni Anthony King. Hann setti 7 stig, 6 fráköst og var með 30% skotnýtingu. Hann var því verulega slakur í dag og ekki sú ógn sem búast mátti við.

 

Hetjan:

Martin Hermannsson steig upp í þriðja leikhluta þegar Ísland var undir og erfiðlega gekk að komast almennilega yfir og skilja heimamenn eftir. Hann var með 21 stig, 6 stoðsendingar og 6 fráköst í leiknum og spilaði algjörlega frábæra vörn.
 

Kjarninn:

Island er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Menn sáu að þetta væri möguleiki en að mæta til Kýpur og taka með sigur heim er frábær árangur. Kýpverjar eru harðir og hika ekki við að senda leikinn uppí læti ef það er það sem þarf. Ísland lét ekkert hafa sig útí svoleiðis vitleysu og voru frábærir.  

 

Næsti leikur er gegn Belgíu sem er fyrirfram talið sterkasta liðið í riðlinum. Mikilvægt verður að spila til sigurs en fyrsta sætið í riðlinum fer sjálfkrafa á Eurobasket 2017. Fjögur lið í öðru sæti komast einnig og þá gildir besti árangurinn.

Fréttir
- Auglýsing -