spot_img
HomeFréttirMyndasafn frá síðustu æfingu fyrir leikinn gegn Belgíu

Myndasafn frá síðustu æfingu fyrir leikinn gegn Belgíu

Íslenska landsliðið mætir Belgíu klukkan 18:00 í kvöld í undankeppni Eurobasket 2017. Liðið tók síðustu æfingu fyrir leik í morgun í Lottó höllinni þar sem leikurinn fer fram.

 

Lottó höllin tekur um 5300 í sæti og stærsta sinnar tegundar í Belgíu. Von er á einhverjum íslendingum á svæðið en leikmenn Íslands eru bjartsýnir fyrir verkefni kvöldsins.

 

Jón Arnór Stefánsson tók þátt í upphitun og byrjun æfingar með landsliðinu í morgun en læknir og sjúkraþjálfari liðsins mátu það þannig að hann gæti ekki leikið þennan leik.

 

Hnémeiðsli Jóns eru enn að angra hann og sá hann sér ekki fært að spila eftir ráðleggingar þjálfara og starfsmanna liðsins. Hann hvílir því í dag en áfram verður fylgst með honum á næstu dögum.

 

 

Ísland mætir Belgíu kl 18:00 að íslenskum tíma í Lottó höllinni í Antwerpen. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV 2.

Myndasafnið má sjá hér.

Fréttir
- Auglýsing -