Stórleikur Íslands og Belgíu hefst eftir nærri einn og hálfan klukkutíma. Íslenska liðið er mætt í höllina til undirbúnings við leikinn.
Lottó höllin tekur um 5300 manns í sæti og er von á um 30 íslendingum á leiknum. Höllin er í Antwerpen og er aðbúnaður og umgjör belga til fyrirmyndar.
Þessa stundina æfa klappstýrur á gólfinu er liðin eru í búningsklefa að undirbúa sig. Leikmenn Íslands hafa gert margt í dag til að undirbúa sig undir leikinn. Sumir tóku sér kríu á meðan aðrir önduðu að sér loftinu í miðborg Antwerpen.
Ljóst að um hörkuleik verður að ræða en hann hefst klukkan 18 og er í beinni á RÚV 2.