Belgía sigraði Ísland 80-65 í undankeppni Eurobasket í Lotto höllinni í Antwerpen rétt í þessu.
Eftir góða byrjun belga komust íslendingar aftur inní leikinn og munaði einungis einu stigi í hálfleik.
Belgía seig framúr í seinni hálfleik þar sem Ísland var að hitta illa og lítið virtist ganga upp.
Tapið þýðir að Ísland þarf að vinna Belgíu á heimavelli til að komast beint á Eurobasket 2017 en fjögur lið með besta árangur í öðru sæti komast einnig. Næst mætir Ísland Sviss á þeirra heimavelli.