spot_img
HomeFréttirÆgir Þór er veikur og verður ekki með gegn Sviss

Ægir Þór er veikur og verður ekki með gegn Sviss

Íslenska landsliðið mætir Sviss í dag er liðin mætast að öðru sinni í undankeppni Eurobasket 2017.

 

Töluvert hefur verið um veikindi í hópnum sem hefur komið í veg fyrir að allir leikmenn séu heilir á sama tíma. Martin Hermannsson veiktist rétt fyrir leik gegn Belgíu og svo varð Hörður Axel veikur í ferðalaginu til Sviss og missti af æfingu í gær. Báðir eru þeir með á æfingu þessa stundina í Fribourg og hafa náð fyrri styrk.

 

Ægir Þór Steinarsson veiktist svo í gærkvöldi og virtist vera á batavegi í morgun. Eftir æfingu í hádeginu var svo ákveðið að hann myndi ekki taka þátt í leiknum gegn Sviss þar sem hann væri ekki í nægilega góðu standi.

 

Hörður Axel, Martin og Jón Arnór eru hinsvegar klárir í slaginn en ásamt Ægi hvílir Ólafur Ólafsson í dag.

 

„Auðvitað mun þetta breyta nokkru fyrir okkur. Ægir hefur komið með mikla orku í leik okkar og spilað mjög vel. Hann hefur varist mjög vel og komið hinum liðunum í vandræði. En þetta er eitt af því sem getur gerst. Nú verða aðrir bara að nýta tækifærið.“ sagði Craig Pedersen í samtali við Karfan.is eftir að þetta var ljóst.

 

Fréttir
- Auglýsing -