spot_img
HomeFréttirFyrir ári síðan: Logi Gunnarsson tryggir framlengingu gegn Tyrklandi

Fyrir ári síðan: Logi Gunnarsson tryggir framlengingu gegn Tyrklandi

Rúmt ár er síðan Eurobasket ævintýrið hófst þar sem Ísland keppti gegn sterkustu þjóðum Evrópu í Berlín.

 

Síðasti leikur riðils Íslands var gegn sterku liði Tyrklands. Eftir að hafa haldið í þá og átt góðan leik voru lokasekúndurnar æsispennandi. Með sjö sekúndur eftir og þrem stigum undir átti Ísland boltann.

 

Boltinn rataði í hendurnar á Loga Gunnarssyni sem á langt þriggja stiga skot sem ratar ofan í og leikurinn fór í framlengingu. Tyrkland sigraði á endanum 111-102 í framlengunni en þetta augnablik er gríðarlega eftirminnilegt.

 

Gott að rifja þetta upp er íslenska liðið hitar upp fyrir leik gegn Sviss í undankeppni Eurobasket 2017.

 

Fréttir
- Auglýsing -