spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Aðaleinkenni íslenska liðsins fjarverandi í tapi gegn Sviss

Umfjöllun: Aðaleinkenni íslenska liðsins fjarverandi í tapi gegn Sviss

Ísland tapaði gegn Sviss í fjórða leik undankeppni Eurobasket sem fram fer þessa dagana.

Leikurinn var jafn framan af og varð munurinn aldrei meiri en nokkur stig. Íslenska liðið hitti illa úr opnum skotum en Sviss nýtti sín tækifæri vel.

Sviss náði forystu í seinni hálfleik þar sem þeir spiluðu verulega góðan varnarleik og höfðu svör við öllum aðgerðum Íslands.

Martin Hermannsson var stigahæstur með 19 stig en einnig átti Elvar Már frábæra innkomu með 16 stig.

Ísland er því búið að vinna tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum á mótinu og fara með það inní síðustu tvo leikina gegn Kýpur og Belgíu sem báðir fara fram í Laugardalshöll.

Umfjöllun um helstu þætti leiksins má sjá hér að neðan:

 

Þáttaskil:

Íslenska liðið náði aldrei takti í varnarleik sínum. Liðið mætti flatt til leiks og sýndi ekki þann eldmóð og vinnusemi sem einkennir liðið. Eftir að hafa leitt leikinn í fyrri hálfleik þá fór Sviss að spila góðan varnarleik í seinni hálfleik og ýttu Íslandi úr sínu leikplani. Við það fór íslenska liðið að hugsa of mikið um að bregðast við aðgerðum Sviss í stað þess að spila sinn bolta á sínum styrkleikum.

Þegar fjórar mínútur voru eftir var munurinn skyndilega 11 stiga og Ísland með tapaðann leik í höndunum. Tvo áhlaup Íslands komu muninum niður í fjögur stig en Sviss mætti alltaf með eina þriggja stiga körfu í andlitið á okkur.

Tölfræðin lýgur ekki:

Skotnýting Sviss er mun betri,  51% skota þeirra rataði ofan í en einungis  38% Íslands. Þó munar mest um stig skoruð inní teig. Sviss er með 44 stig eða ríflega helming stiga sinna af stuttu færi. Auk þess fær liðið 47 stig frá bekknum en Ísland fékk 28 stig.

Hetjan:

Vegna veikinda Ægis Þórs fékk Elvar Már Friðriksson stærra hlutverk í liðinu. Hann nýtti það hlutverk frábærlega og kom með mikinn sóknarkraft af bekknum. Hjá Sviss var David Ramseier óstöðvandi í málningunni og gerði okkar mönnum lífið leitt.

Kjarninn:

Þetta var mikilvægur leikur og tapið getur haft áhrif á möguleika okkar á að komast á Eurobasket 2017. Kjarninn er samt einfaltlega sá að Sviss var sterkara liðið í dag. Þeir voru skynsamari og sniðugri en Ísland í dag. Spiluðu frábæran varnarleik og hittu á góðan dag sóknarlega. Íslensku leikmennirnir komu hinsvegar værukærir til leiks og það dugir ekki í jafn sterkri keppni og þetta.

Fréttir
- Auglýsing -