spot_img
HomeFréttirNjarðvíkingar bæta kjöti í teiginn

Njarðvíkingar bæta kjöti í teiginn

 

Njarðvíkingar hafa þétt raðirnar í teig sínum með því að kynna til leiks Corbin Jackson sem lenti á landinu í morgun.  Corbin spilaði með Florida Tech háskólanum og átti þar góðu gengi að fagna í annari deildinni þar sem hann spilaði meðal annars gegn Elvari Friðrikssyni. "Ég náði í kappann í morgun og hann lítur nokkuð vel út. Var valinn síðustu þrjú ár varnarmaður ársins í deildinni (Div II).   Þetta er Double-double vél sem er ný útskrifaður." sagði Gunnar Örlygsson formaður kkd í snörpu samtali við Karfan.is

 

Corbin er rúmlega 100 kg kraftframherji/miðherji sem stendur í 204 cm á hæðina.  Corbin var með 15 stig og 10 fráköst á leik hjá Flordia Tech síðasta árið sitt og varði 2 skot á leik.  Corbin mætti sem fyrr segir til landsins snemma í morgun ásamt fjölskyldu sinni, konu og 1 árs gamalli dóttur. 

 

Njaðrvíkingar tefla því fram tveimur bandarískum leikmönnum í vetur en Stefan Bonneau mun einnig koma til landsins á næstu dögum. 

Fréttir
- Auglýsing -