spot_img
HomeFréttirFinnur: Með hraðanum og breiddinni náðum við yfirhöndinni

Finnur: Með hraðanum og breiddinni náðum við yfirhöndinni

Finnur Freyr Stefánsson aðstoðarþjálfari Íslands var ánægður með sigur sinna manna gegn Kýpur.

 

„Þetta var forrétturinn í seinni hálfleik þar sem við náðum að hita þá upp og svo keyrðum við yfir þá í seinni hálfleik. Við héldum uppi hraðanum í leiknum og vorum ákafir. Þeir voru að setja skot í fyrri hálfleik og við brutum klaufalega á þeim. Við vissum að þeir myndu ekki hitta svona vel allan leikinn og svo náðum við góðu áhlaupi á þá og keyrum muninn upp.“ sagði Finnur eftir leik og bætti við:

 

„Við þurfum að undirbúa okkur fyrir hörkugott lið Belgíu á laugardaginn og ég rétt vona að við fáum álíka ef ekki meiri stuðning þá.“

 

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan:

 

Fréttir
- Auglýsing -