spot_img
HomeFréttirÞjálfari Kýpur: Ísland og Belgía svipuð

Þjálfari Kýpur: Ísland og Belgía svipuð

Panayiotis Yiannaras þjálfari Kýpur fannst sigur Íslands verðskuldaður í kvöld og talaði vel um íslenska liðið eftir leik liðanna í undankeppni Eurobasket 2017.

 

„Við erum vonsviknir með tapið. Við sýndum að við áttum fullt erindi í þennan leik í fyrri hálfleik en við áttum í smá vandræðum með nokkra leikmenn vegna veikinda. Við héldum ekki í orku íslenska liðsins í seinni hálfleik og það var eðlilegt að tapa í lokinn.“  Yiannaras

 

„Ísland er mjög svipað Belgíska liðinu. Þessu tvo lið eru mun betri en hin tvo, í hreinskilni sagt var ég mjög hissa að Ísland skildi tapa gegn Sviss, ég átti ekki vona á því. Ég held að Ísland eigi góða möguleika á að komast á Eurobasket.“

 

„Við spilum alla leiki til að vinna þá og strákarnir gefa sig 100% í alla leiki. Fyrir okkur eru allir leikir ólíkir og við spilum síðasta leikinn á heimavelli og við viljum vinna fyrir aðdáendur okkar og okkur sjálfa.“

 

 

Fréttir
- Auglýsing -