spot_img
HomeFréttirHaukur Helgi: Allt betra enn í leiknum gegn Sviss

Haukur Helgi: Allt betra enn í leiknum gegn Sviss

Haukur Helgi Pálsson var frábær í leiknum gegn Kýpur er íslenska liðið vann góðan 22 stiga sigur í undankeppni Eurobasket 2017.

 

„Tilfinninginn er töluvert betri en eftir síðasta leik.“ sagði Haukur en Ísland tapaði óvænt fyrir Sviss um síðustu helgi.

 

„Mikill munur á varnarleik okkar frá síðasta leik. Gott að geta svarað þessu svona, okkur líður betur á heimavelli og þetta var allt annað lið sem mætti í dag.“

 

„Við spiluðum meiri liðsbolta í dag. Meira talað, allir snertu boltann og fleiri voru með stig. Í raun var bara allt betra en í leiknum á móti Sviss.“

 

Framundan er stór leikur gegn Belgíu þar sem það mun ráðast hvort íslenska liði komist á Eurobasket 2017.

 

„Frábært að vinna þennan leik. Okkur hlakkar til að mæta Belgíu aftur. Mér fannst fullmikill stigamunur á liðunum í síðasta leik miðað við getumuninn. Við komum hungraðir í þennan leik og viljum vinna þá með fullmannað lið á heimavelli.“

 

 

Fréttir
- Auglýsing -