spot_img
HomeFréttirKristaps Porzingis sýnir grenjandi aðdáanda í tvo heimana

Kristaps Porzingis sýnir grenjandi aðdáanda í tvo heimana

 

Það kom víst einhverjum á óvart þegar að lið New York Knicks valdi Kristaps Porzingis með fjórða valrétti nýliðavals NBA deildarinnar í fyrra. Margir aðdáenda liðsins létu hátt í sér heyra, en enginn virtist þó meira sorgmæddur en einn lítill strákur sem að var viðstaddur valið.

 

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Porzingis (kallaður Guðzingis af sumum aðdáendum) skilaði einhverju besta nýliðaári í manna minnum í fyrra og ef ekki hefði verið Karl Anthony Towns hjá Minnesota Timberwolves hefði hann verið valinn nýliði ársins í annars frábærum árgang nýrra leikmanna.

 

Litli strákurinn sem grét svo hart var samkvæmt heimildum fljótur að fyrirgefa forráðamönnum liðsins valið á Porzingis og var hann kominn með treyju merkta kappanum fljótlega eftir að tímabilið byrjaði. Það var svo á dögunum að strákurinn fékk að taka leik við hann, en útkomuna má sjá hér að neðan.

 

 

 

Strákurinn tók þessu þó öllu vel, enda kannski ekki á hverjum degi sem hann fær leik gegn einum besta leikmanni New York Knicks.

 

 

 

Dream of a lifetime playing against my idol @kporzee

A video posted by Jordan The Crying Knicks Fan (@cryingknicksfan) on

Fréttir
- Auglýsing -