Eins og alþjóð ætti að vera kunnugt komst íslenska landsliðið á Eurobasket á næsta ári sem haldið verður í Rúmeníu, Tyrklandi, Ísrael og Finnlandi. Nú hefur FIBA gefið út styrkleikaröðun liða fyrir EuroBasket 2017 og er Ísland er þar í 21. sæti af 24 þjóðum. Það er árangur liða í undankeppninni sem ræður röðun liða.
Leikið verður í fjórum riðlum í hverju landi og verður eitt lið úr hverjum styrkleikaflokk í riðlunum.
Eftir þetta er ljóst að Ísland mun ekki leika í Rúmeníu þar sem bæði lið eru í sjötta stykrleikaflokki og geta því ekki lent saman í riðli. Stykleikalistana má sjá hér að neðan og geta áhugamenn því farið að finna sína óskariðla og dauðariðil.
Þau 24 lið sem leika á EuroBasket og styrkleikaröðun þeirra: