Ætla mætti að aðdáendur NBA liðsins New York Knicks væru með þeim spenntustu fyrir nýju tímabili. Miklar mannabreytingar hafa verið á liðinu í sumar, þar sem að þeir meðal annars fengu til sín tvær stjörnur í þeim Joakim Noah og Derrick Rose frá Chicago Bulls, sem og er nýliði þeirra frá því í fyrra Kristaps Porzingis að fara inn í sitt annað ár í deildinni, en kappinn lofar virkilega góðu fyrir þá (svo góðu reyndar að Kevin Durant líkti honum við einhyrning)
Vísindamenn ESPN fengu á dögunum Porzingis til sín til þess að prófa hann á rannsóknarstofu sinni í hinum ýmsu æfingum. Þar var hraði hans mældur í samanburði við aðra leikmenn deildarinnar og hversu hátt hann getur stokkið til þess að verja skot. Afraksturinn má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
Flestir veðja á New York Knicks sem meistara
Kristaps Porzingis sýnir grenjandi aðdáanda í tvo heimana