Vonarstjarna NBA liðsins Philadelphia 76ers, sá sem þeir völdu fyrstan í nýliðavali þessa árs, Ben Simmons, meiddist á æfingu síðastliðinn föstudag. Ekki var vitað í fyrstu hvers eðlis meiðslin væru, en nú hefur komið í ljós að um brot í fóti er að ræða. Leikmaðurinn þarf því að undirgangast aðgerð og verður frá næstu þrjá mánuðina.
Tímasetning þessara meiðsla gætu ekki hafa verið verri, en tímabilið í NBA deildinni hefst nú í lok mánaðarins og bundu þeir miklar væntingar við að þó að um nýliða væri að ræða, væri þarna á ferðinni leikmaður sem gæti snúið illu gengi þeirra við frá fyrsta degi. Veðbankar t.a.m. spáðu þeim heilum 17.5 sigurleikjum meira á þessu komandi tímabili heldur en þeir náðu í í fyrra.
Síðustu nokkur tímabil hafa þeir í nú farið í gegnum svipaða hluti með lotterí leikmenn sína. Bæði Joel Embiid (2014) og Nerlens Noel (2013) misstu af heilum tímabilum eftir að hafa verið valdir af 76ers í nýliðavali, þó þeir séu báðir leikfærir fyrir þetta tímabil (sem stendur)
Embiid hafði þetta að segja eftir að hann frétti af alvarleika meiðsla Simmons:
Trust The Process _x1f64f__x1f3ff__x1f64f__x1f3ff_
— Joel Embiid (@JoelEmbiid) October 1, 2016