spot_img
HomeFréttirKR Reykjavíkurmeistarar í 10. flokki drengja

KR Reykjavíkurmeistarar í 10. flokki drengja

10. flokkur drengja hjá KR eru nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar 2016.

 

Mótið var vel skipulagt og fara sögur af því að Svali nokkur Björgvinsson hafi staðið sig með prýði í dómgæslu. Það mætti segja að leikirnir hafi vægast sagt verið sveiflukenndir en þeir voru allt frá því að enda með 100 stiga sigri og yfir í að vinnast á flautukörfum. 

 

KR liðið þurfti að berjast fyrir sigri í leik sínum gegn sterku liði Vals. Valsarar voru 12 stigum yfir þegar 3 mínútur voru eftir af leiknum en KR tókst að vinna muninn upp og setti leikmaður KR, Tristan Gregers, sigurkörfuna á síðustu sekúndu leiksins.

Fréttir
- Auglýsing -