Björgvin Rúnarsson dómari hefur að öllum líkindum dæmt sinn síðasta körfuknattleik en hné meiðsli plaga þennan einn reyndasta dómara landsins og óvíst hvort hann snúi tilbaka í dómgæslu. " Brjóskið í hnénu er að hverfa og hnéið fyllist af vökva þegar ég hleyp." sagði Björgvin í samtali við Karfan.is og bætti við að óvíst er hvort eða hvenær hann snúi aftur. " Ég ætla að taka stöðuna aftur um áramót en ég er ekkert sérlega vongóður."
Björgvin hefur verið að dæma í 24 ár í efstu deild og dæmt rúmlega 1500 leiki eða 1542 leiki til að vera nákvæmir. "Ég man vel eftir fyrstu leikjunum en það var ÍS gegn KR kvennamegin þar sem ég dæmdi með Brynjari Þór Þorsteinsson og karlamegin var það leikur Grindavíkur og Skagamanna árið 1994 með hinum mikla meistara Jón Ótta." sagði Björgvin og bætti við að hann væri alls ekki búin að útiloka að koma aftur.