spot_img
HomeFréttirKR vinnur deildina

KR vinnur deildina

 

Karfan.is fór í smá leiðangur með að útbúa spá sína fyrir komandi tímabil í Dominos deild kvenna. Meðal þeirra sem fengu atkvæðisrétt voru þeir sem starfa fyrir karfan.is ásamt nokkrum vel völdum málsmetandi aðilum, en deildin rúllar af stað í dag með tveimur leikjum. 

 

Eins og með spá fyrir Dominos deild kvenna er kannski fátt sem að kemur á óvart í þessari. Gert er ráð fyrir að KR vinni deildina (naumlega þó), Stjarnan verði 2. sætinu og Tindastóll fylgi þeim fast á eftir. Baráttan um 4. sætið (heimavallarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar) verður á milli Þórs frá Þorlákshöfn og Njarðvíkur. Í sætum 6-8 (síðustu sætum inn í úrslitakeppnina) verða svo Keflavík, Haukar og Þór frá Akureyri. Fast á hæla þeirra í 9. sætinu eru ÍR. Grindavík er nokkuð afgerandi í 10. sæti samkvæmt þessari spá, sem og er nokkuð afgerandi í henni að það séu Snæfell og Skallagrímur sem séu að fara að falla.

 

Dominos deild karla 16/17:

1. KR – 11.37 stig

2. Stjarnan – 11.27 stig

3. Tindastóll – 9.73 stig

4. Þór frá Þorlákshöfn – 8.07 stig

5. Njarðvík – 7.63 stig

6. Keflavík – 5.93 stig

7. Haukar – 5.90 stig

8. Þór frá Akureyri – 5.50 stig

9. ÍR – 5.13 stig

10. Grindavík – 4.23 stig

11. Skallagrímur – 2.07 stig

12. Snæfell – 1.17 stig

 

 

 

Eins og kom fram voru það þeir sem að starfa fyrir karfan.is sem að stóðu að þessu vali ásamt eftirfarandi einstaklingum.

Atli Fannar Bjarkarson (ritstjóri Nútímans), Pálmi Þór Sævarsson (fv. þjálfari Skallagríms), Ægir Þór Steinarsson (atvinnumaður á Spáni), Ágúst Björgvinsson (þjálfari karlaliðs Vals), Anna María Sveinsdóttir (fv. leikmaður Keflavíkur), Margrét Ósk Einarsdóttir (leikmaður Fjölnis), Sara Rún Hinriksdóttir (leikmaður Canisius College), Margrét Kara Sturludóttir (landsliðskona), Lovísa Björt Henningsdóttir (leikmaður Marist College), Helga Einarsdóttir (fv. leikmaður KR og Grindavíkur), Heiðrún Kristmundsdóttir (þjálfari KR), Björn Einarsson (Þjálfari), Guðjón Skúlason (fyrrum leikmaður og þjálfari), Guðmundur Ingi Skúlason (Þjálfari)

Fréttir
- Auglýsing -