spot_img
HomeFréttirStjarnan vann verðskuldað í Keflavík

Stjarnan vann verðskuldað í Keflavík

Stjarnan og Keflavík mættust í Keflavíkinni í kvöld í Dominosdeild kvenna. Fyrsti leikur mótsins og gæði leiksins í heild sinni bar þess merki.  Keflavíkurstúlkur stóðu í Stjörnustúlkum framan af leik en að lokum varð það Stjarnan sem hirti 56:61 sigur og óhætt að segja að það hafi verið verðskuldað þó vissulega hafi Keflavík barist vel allt til loka leiks. 

 

 

Þáttaskil:

Sem fyrr segir var jafnræði með liðunum allt fram að hálfleik þegar Stjörnukonur gáfu í og komu sér í bílstjórasæti leiksins. Keflavík hinsvegar gafst aldrei upp og minnkaði muninn reglulega niður en náðu aldrei að brjóta ísinn og koma sér í þá stöðu að komast yfir eða ógna sigrinum neitt alvarlega.  Kannski með smá heppni hefðu þær vissulega getað stolið sigrinum en Stjarnan lék skynsamlega þó svo að engin gríðarleg tign hafi verið á leik liðsins síðustu mínúturnar. 

 

Tölfræðin lýgur ekki:

 

Þrátt fyrir að hafa tapað 21 bolta í leiknum náði Stjarnan þrátt fyrir það að knýja sigur. Hugsanlega hjálpaði það að Keflavík tapaði einnig álíka mörgum boltum (18).  Það var hinsvegar frákasta baráttan sem hrjáði Keflavík þar sem að Stjarnan tók heil 50 fráköst og það 16 sóknar fráköst. Dýrkeyptir "aðrir sénsar" á sókninni. 

 

Hetjan:

 

Óhætt er að segja að Danielle Rodriquez sé sá leikmaður sem að miklu leyti skildi þessi lið að í kvöld.  Stúlkan lék frábærlega fyrir Stjörnuna, skoraði 25 stig og hirti 12 fráköst.  Danielle er leikstjórnandi liðsins og augljóslega mikill foringi og stjórnaði leik liðsins af festu. 

 

Kjarninn:

 

Stjarnan er með hörku lið sem mun gera vel í vetur.  Með slíkan erlendan leikmann og þann leik sem hún sýndi í sínum fyrsta leik er óhætt að spá þeim ofarlega í deildinni þó maður gerist ekki svo djarfur að spá þeim gulli eða silfri í lok móts. Slíkt er ótímabært.  Keflavík er líkast til með yngsta lið sem klúbburinn hefur telft fram í mörg ár.  Framleiðsla kvenna leikmanna í Keflavík hefur verið síðasta áratug og rúmlega það hreint út sagt ótrúleg og yngri flokkar klúbbsins ráðið lögum og lofum þegar kemur að titlasöfnun.  Það hinsvegar hefur kannski ekki skilað sér að fullu til meistaraflokks félagsins í sömu titlasöfnun.  Hinsvegar er að sjá í þessu liðið þeirra kjarna af leikmönnum sem ætti að getað gert atlögu að þeim stóra þó það verði kannski ekki strax í ár. 

 

Tölfræði leiksins

Mynd/texti: SBS

Fréttir
- Auglýsing -