spot_img
HomeFréttirBreiðholtið valtaði yfir Snæfell

Breiðholtið valtaði yfir Snæfell

Dominos deild karla fór af stað í kvöld með tvem leikjum. Í Breiðholti mættu heimamenn Snæfell en gestunum var spáð langneðsta sæti deildarinnar.

 

ÍR hafði yfihöndina allan fyrri hálfleik en Snæfell var aldrei langt á eftir. Ungt lið Snæfels tókst aldrei að gera almennilega atlögu að ÍR og náðu heimamenn að bæta rækilega í muninn undir lokinn.

 

Lokastaða 96-65 fyrir ÍR sem byrjar nýtt tímabil vel.

 

Þáttaskil:

Eftir að Snæfell hafði stjórnað hraðanum í leiknum í fyrsta leikhluta komst ÍR í gírinn og var mun sterkara liðið á vellinum í dag. ÍR var klókari aðilinn eftir það og nýttu sér auðsjáanlega yfirburði til að ná í öruggan sigur.

 

Tölfræðin lýgur ekki:

Skotnýting Snæfels var 33% gegn 48% hjá ÍR. Heimamenn fengu 44 stig af bekknum gegn 10 hjá Snæfell. ÍR tekur fleiri fráköst og margfalt fleiri stoðsendingar.

 

Hetjan:

Nýr erlendur leikmaður ÍR Matthew Hunter kom til landsins á laugardaginn en það var ekki að sjá. Hann endaði með 30 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Algjör yfirburðarmaður á vellinum í  dag og vann vel fyrir liðið. Ofan á þetta var hann með ótrúlega skotnýtingu eða 71 % í 14 skotum.

Kjarninn:

Snæfell var bara slakara liðið. Hittnin var slök og þeir þurfu fleiri tækifæri til að ná í körfur. ÍR hitti ekki á frábæran leik í dag, sóknarleikur liðsins var stirður og komust aldrei á þann hraða sem þeir vilja spila. Miðað við þennan fyrsta leik verður þetta langt tímabil fyrir Snæfell, það skortir gæði og reynslu í liðið. ÍR aftur á móti geta verið nokkuð brattir, leikmenn komu sterkir af bekknum og hinn ungi Hákon Örn byrjaði í dag og sýndi flotta takta.

Fréttir
- Auglýsing -