ÍR mætti Snæfell í Seljaskóla í kvöld. Leikurinn var fyrstu leikur Dominos deildar karla og var harkan og hraðinn í leiknum mikill.
Þegar um þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhluta lentu þeir Stefán Karel Torfason leikmaður ÍR og Geir Elías Úlfur Helgason hjá Snæfell í harkalegu samstuði með þeim afleiðingum að Geir fékk vænan skurð milli augnanna og blæddi mikið.
Stefán Karel lá hinsvegar eftir og þurfti mikla aðhlynningu. Hann spilaði ekki meira og var í stöðugri aðhlynningu. Þegar leik lauk kom svo sjúkrabíll á svæðið og flutti hann í burtu en hann virtist vera þjáður.
Stefán mun hafa fengið vænt höfuðhögg og vegna gruns um heilahristing ákvað þjálfarar og aðstandendur að taka engar áhættur.
Stefán Karel var að spila sinn fyrsta leik í ÍR búning eftir að hafa komið frá Snæfell fyrir tímabilið. Núverandi og fyrrverandi liðsfélögum hans var því eðlilega mjög brugðið.
Vonandi eru meiðsli Stefáns ekki alvarleg og sendum við honum batakveðjur.