Tveir leikir fara fram í Dominos deild kvenna á þessum laugardegi. Leikirnir eru í annarri umferð Dominos deildarinnar.
Í Grindavík mæta heimakonur nágrönnum sínum í Keflavík. Keflavík kemur til leiks eftir tap gegn Stjörnunni á heimavelli en Grindavík vann Hauka í fyrstu umferð.
Í Ásgarði tekur Stjarnan á móti nýliðum Skallagríms sem mæta eftir magnaðan sigur á íslandsmeisturum Snæfels í fyrstu umferð.
Einnig fara fram leikir í annarri og þriðju deild karla auk yngri flokka leikja. Körfuknattleiksáhugamenn ættu því að finna nóg fyrir sinn snúð.