spot_img
HomeFréttirStjarnan betri en Skallagrímur í dag

Stjarnan betri en Skallagrímur í dag

 

Stjarnan sigraði Skallagrím, með 86 stigum gegn 75 í 2. umferð Dominos deildar kvenna fyrr í dag í Ásgarði. Fyrir leikinn voru bæði lið með sigra í vasanum úr 1. umferðinni, þar sem að Stjarnan sigraði Keflavík í Keflavík, en Skallagrímur meistara síðustu þriggja ára Snæfell í Borgarnesi.

 

Skrefinu á undan

Fyrir utan byrjun fjórða leikhlutans voru Stjörnustúlkur nánast allan leikinn á undan. Sigruðu alla leikhlutana, fyrstu 3 naumlega, en þann síðasta með 6 stigum.

Áhlaupið

Fyrstu mínútuna af fjórða leikhlutanum gerði lagðist Skallagrímur í fína atlögu að 5 stiga mun Stjörnunnar. Eftir innan við mínútu höfðu þær skorað 6 stig og voru í fyrsta skipti komnar yfir í leiknum síðan snemma í fyrsta leikhlutanum. 

Ískaldar 

Lið Stjörnunnarhefur átt betri dag fyrir utan þriggja stiga línuna. Til að mynda fór ekkert þeirra 9 þriggja stiga skot liðsins í þriðja leikhluta niður. Einhver einbeiting virtist þó koma yfir þær í lokahlutanum, en þá tóku þær aðeins 4 skot úr djúpinu og 3 þeirra rötuðu.

Tímasetning

Bríet Sf Hinriksdóttir hafði verið 0 af 6 skotum í leiknum þangað til á síðustu 5 mínútum leiksins. Á þeim hinsvegar sökkti hún 2 þristum á alveg hrikalega mikilvægum augnablikum. Fleiri en hún virtust verða betri undir lok leiksins og má þar helsta nefna Danielle Rodriguez, en hún var hreint stórkostleg þessar lokamínútur

Trú á Tréverkinu

Munur var á framlagi liðanna af bekknum í dag. Stjarnan fékk 15 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar af bekk sínum í dag á móti aðeins 6 stigum, 1 frákasti og 3 stoðsendingum Skallagríms. Munaði þar mikið um framlag Maríu Lindar og Bryndísar Hönnu.

Hetjan

Erlendur leikmaður Stjörnunnar, Danielle Rodriguez, var fremst í annars fremur jöfnu Stjörnuliði í dag með 23 stig og 7 fráköst, en eins og áður var tekið fram munaði heldur betur um framlag hennar á lokametrum leiksins.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Viðtöl:

 

Fréttir
- Auglýsing -