spot_img
HomeFréttirGóður sigur Fjölnis fyrir vestan

Góður sigur Fjölnis fyrir vestan

 

Vestri og Fjölnir mættust á Jakanum á Ísafirði í kvöld í 1. deild karla. Liðunum hafði fyrir tímabilið verið spáð ólíku gengi í deildinni, Vestra nálægt botninum og Fjölni nálægt toppinum, en bæði höfðu tapað fyrsta leik sínum í deildinni. Vestri hékk í Fjölni alveg fram í hálfleik en meiðsli á tveimur bestu mönnum Ísfirðinga gerðu allar vonir þeirra um sigur að engu og fór svo að lokum að Fjölnir vann stóran sigur, 69-98.

 

 

Þáttaskil:
Nebojsa Knezevic hjá Vestra meiddist í fyrri hálfleik og spilaði ekkert í þeim seinni. Þrátt fyrir að hittnin hjá honum hafi ekki verið upp á sitt besta í leiknum að þá er hann bara svo gríðarlega mikilvægur fyrir liðið á öðrum sviðum. Án hans fór leikur Vestra að hiksta verulega og ekki bætti úr skák þegar Hinrik Guðbjartsson meiddist illa á ökla á fyrstu mínútu fjórða leikhluta en eftir það datt allur botn úr leik liðsins.
 

Tölfræðin lýgur ekki:
Fjölnir var með 25 stoðsendingar á móti 10 hjá Vestra. Samspilið hjá gestunum var oft gríðarlega fallegt á að horfa á meðan heimamenn, eða allavega hluti þeirra, duttu í algjört einspil í seinni hálfleik.

 

Hetjan:
Elvar Sigurðsson átti frábæra byrjun fyrir Fjölni en hann setti niður 5 af 6 þristum á fyrstu 20 mínútunum og skoraði 17 af 23 stigum sínum í fyrri hálfleik. 

 

Kjarninn:
Án Nebó og Hinriks voru heimamenn bara mörgum númerum minni en Fjölnismenn. Gestirnir spiluðu agaðan og góðan bolta á meðan sóknarleikur heimamanna leystist upp í einspil án þeirra félaga. 

 

Umfjöllun: Sturla Stígsson

Mynd: Sveinn Rúnar / Vestri

 

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -