spot_img
HomeFréttirSkotbúðir Brynjars Þórs í vetrarfríi grunnskólanna

Skotbúðir Brynjars Þórs í vetrarfríi grunnskólanna

 

Brynjar Þór Björnsson fyrirliði Íslandsmeistara KR og leikmaður íslenska landsliðsins verður með skotbúðir í vetrarfríi grunnskóla Reykjavíkur. Skotbúðirnar hefjast fimmtudaginn 20. október og standa yfir í þrjá daga. Búðirnar eru fyrir stelpur og stráka á aldrinum 11 – 18 ára og er markmið búðanna að skjóta sem flestum skotum en jafnframt bæta strokuna sína enn frekar.

 

Brynjar Þór hefur verið að bjóða upp á morgunæfingar í vetur fyrir krakka sem langar að bæta sig ásamt því að bjóða upp á hádegistíma fyrir áhugamenn um körfubolta. Hafa móttökurnar verið frábærar og er greinilegt að ungir jafnt sem aldnir eru ólmir í að komast í körfubolta. 

 

Við spurðum Brynjar aðeins út í hvernig hafi gengið með skotbúðirnar í sumar og nú fram á haust.

 

Hvernig hafa viðtökur við skotbúðunum verið?

"Þær hafa verið ekkert minna en stórkostlegar. Í sumar hélt ég mínar fyrstu skotbúðir og yfir þessar tvær vikur sem ég var með þær þá mættu um 70 krakkar. Mér fannst vanta sérhæfðar körfuboltabúðir sem sinntu ákveðnu atriði leiksins. Þar sem mín helsta sérgrein eru skotin ákvað ég að vera með skotbúðir."

 

Hverjir eru það sem eru að koma í þær?

"Í sumar var skiptingin næstum því 50/50 á milli kynjanna, sem ég er mjög ánægður með. Í lok hverrar viku í sumar valdi ég Adidas – skotmann búðanna. Í þeirri fyrri valdi ég stelpu sem var með einstaklega fallega stroku. Hún náði 40 í Dominos skotleiknum sem snerist um það að hitta eins mörgum þristum án þess að klikka tveimur í röð. Næsti náði 15."

 

 

Allar frekari upplýsingar um tímasetningu, verð og skráningu er að finna hér fyrir neðan.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -